LEIKRIT

UPPGJÖR

Verk í tveimur þáttum fyrir leiksvið.

UPPGJÖR hefur verið leiklesið í Tjarnarbíói í Reykjavík 2011 og í Rigsteatern í Stokkhólmi 2012.

BRYNHILDUR OG KJARTAN

Sjónvarpið, RÚV, 2017.

Stuttmynd framleidd af Ásthildi Kjartansdóttur, byggð á (lengra) handriti eftir Jónínu Leósdóttur.

FARALDUR

Útvarpsleikhúsið, RÚV 2009.

Útvarpsleikrit um fjölskyldu sem er innilokuð vegna hættulegs heimsfaraldurs. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir.

HÉR ER KOMINN MAÐUR

Útvarpsleikhúsið, RÚV 2006.

Útvarpsleikrit um konu sem leitar til miðils vegna reimleika á heimili sínu.

KATA / GUÐMUNDUR

Sjónvarpið, RÚV, 2006

Stutt eintöl framleidd af Lárusi Ými Óskarssyni fyrir Sjónvarpið.

STUNDARBRJÁLÆÐI

Útvarpsleikhúsið, RÚV, 2002.

Útvarpsleikrit um uppgjör ungra hjóna á örlagaríkri stundu.

STÓRA STUNDIN

Sjónvarpið, RÚV, 2001.

Sjónvarpsleikrit um brúðkaupsdag ungra hjóna og þann skugga sem fylgir skilnaði foreldra brúðarinnar.

HERBERGI 101 – KODDAHJAL, ÞAÐ HEILAGA, HELGARFERÐ og FYRSTA NÓTTIN

Sjónvarpið, RÚV, 2000.

Fjögur sjónvarpsleikrit sem öll gerast í sama hótelherberginu, á ólíkum tímum, og fjalla um framhjáhald, brúðkaupsnótt ungra hjóna, vinkonuferð til Reykjavíkur og hommapar utan af landi. Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson.

SÍMASTEFNUMÓT

Útvarpsleikhúsið, RÚV, 1998.

Útvarpsleikrit um unga konu og ungan mann sem kynnast eftir óhefðbundnum leiðum en reynast eiga talsvert sameiginlegt. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.

SÆLUSTUNDIR

Leikrit fyrir svið, 1997.

Handrit að sviðsverki sem hlaut 3. verðlaun í samkeppni vegna 100 ára afmælis Leikfélags Reykjavíkur.

LÓFALESTUR

Listaklúbbur Þjóðleikhússins, 1997.

Einþáttungur um spákonu sem frumfluttur var í Þjóðleikhússkjallaranum.

LEYNDARMÁL

Fjölbrautaskólinn Breiðholti, Framhaldsskóli Vestfjarða, Fjölbrautaskóli Suðurlands, 1997. Síðar sýnt af leikklúbbi unglinga á Akureyri.

Sviðsverk um unga stúlku sem er að vakna til meðvitundar um kynhneigð sína – og byrja að trúa sínum nánustu fyrir því hver hún er.

FRÁTEKIÐ BORÐ.

Höfundasmiðja LR, 1996. Síðar sýnt víða um land og í Færeyjum.

Einþáttungur um tvær konur utan af landi sem vísað er til sama borðs á veitingastað í Reykjavík? Hver skyldi hafa boðið þeim út að borða og hvers vegna? Leikstjóri fyrstu uppfærslu: Ásdís Skúladóttir.

AÐ VERA EÐA VERA EKKI

Sjálfsbjörg og Samb. ísl. sveitarfélaga, 1995.

Einþáttungur – handrit sem hlaut 2. verðlaun í leikþáttasamkeppni Sjálfsbjargar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leiklesið á Akureyri.